Staðarreglur

Vallarmörk:
  • Vallarmörk eru merkt með hvítum hælum umhverfis völlinn, steyptur kantur eftir hægri hlið vegar á fyrrihluta 4./13. brautar markar vallarmörk og hvítum máluðum línum vinstra megin við 4./13. braut og hægra megin við flöt á 8./17. braut.
  • Við leik á 8./17. braut er svæði vinstra megin þeirrar brautar utan vallar. Mörkin eru hvítir hælar að tvöföldum hæl sem stefnir að tvöföldum hælum við áhaldahús. Þegar aðrar brautir eru leiknar eru þessir hælar óhreyfanlegar hindranir, lausn skv. reglu 16-1b.
Vítasvæði: (Merkt með rauðum hælum eða rauðum línum)
  • Vítasvæði á Nesvelli eru þrjú: Á 3./12. 4./13. og á 8./17. ath. nýtt vítasvæði efst á 4./13. þar sem lausn er fallreitur gegn einu vítishöggi
Slegið í mastur, vír eða stög innan vallar á 9./18. braut: (Regla 14-6)
  • Ef bolti lendir í mastri eða vír skal afturkalla höggið vítalaust. Leikmaðurinn verður að leika að nýju þaðan sem fyrra högg var slegið.
Grund í aðgerð: Regla 16-1 (Óeðlilegar vallaraðstæður)
  • Bláar stikur eða bláar línur marka grund í aðgerð.
    Leika má þar sem boltinn liggur eða taka vítalausa lausn skv. 16-1
Hreyfanlegar hindranir: (Regla 15-2)
  • Rauðir hælar, bláir hælar og hælar með keðjum sem leiðbeina umferð
    og öll smáskilti eru hreyfanlegar hindranir.
Óhreyfanleg hindrun: (Regla 16-1)
  • Fjarlægðarhælar, jarðfastir steinar, slátturóbótar og hleðslustöðvar,
    bekkir, skilti, þvottastandar, ruslafötur og grænar stikur sem marka bannsvæði.

Tímabundnar sérreglur

  • Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar má leikmaðurinn taka vítalausa lausn, með því að merkja, lyfta, hreinsa og leggja aftur innan lausnasvæðis sem er ein kylfulengd. Það má ekki vera nær holu. Bolta á flöt má færa púttershaus, ekki nær holu.
  • Ef leikmaður veit ekki hvort bolti hans er innan vítasvæðis á 3./12. braut má leika varabolta skv. reglu 18.3. Finnist upphaflegi boltinn innan vítasvæðisins og innan 3 mínútna má leikmaðurinn velja hvorn boltann leikmaðurinn notar. Sé varaboltinn notaður telst með vítahögg.
  • Afmörkuð svæði á 6./15. og 9./18. eru bannsvæði og eru merkt með grænum hælum, þau marka svæði til verndar fuglavarpi. Leikur og leit er óheimill.
    Fara skal á fallreit sem næst er skurðarpunkti boltans inn í bannsvæðið.
  • Bolta sem leikið er á 4./13. og stöðvast innan vallar á veginum gegnum brautina og á plastmottunum má láta falla á fallreit við veginn.
  • Liggi bolti leikmanns í hreiðri eða hreiðrið truflar stöðu eða sveiflusvið er veitt lausn skv. reglu 16.2b – láta skal boltann falla innan lausnasvæðis.
  • Notkun farsíma til fjarskipta er óheimil. Undantekning ef hringja þarf í dómara eða til að skrá skor.

 

Að öðru leyti gilda reglur
The R&A Rules Ltd.

 

Víti fyrir brot á staðarreglu;
Holukeppni: Holutap
Höggleikur: 2 högg

 

Sími dómara 899 5775

Sækja afrit af reglum