Braut 8 – Stokksönd

Hola 8 Par 4 Forgjöf 13/14 237 219

hola 8


Stokkönd

Stokkendur verpa mjög gjarnan í námunda við bústaði manna. Nokkuð er um stokkendur á Suðurnesi. Álftir og gæsir fæla oft endur frá tjörnum og varpsvæðum þannig að það ríkir ekki alltaf friður meðal fugla.

Áttunda braut er 237 m löng eða réttara sagt stutt par 4. Fyrir framan teiginn á áttundu braut er Búðatjörn. Í hólmanum í tjörninni verpa bæði kríur og æðarkolla og oft sitja þar stokkandarsteggir. Kringum flötina eru þrjár glompur nokkuð djúpar. Flötin hallar mót vallarmörkum og þangað rúllar oft boltinn ef ekki er slegið nákvæmlega inná flöt. Vallarmörk eru á báðar hliðar fremst á brautinni.