Æfingasvæðið

Nesklúbburinn hefur yfir mjög fjölbreytilegu æfingasvæði að ráða þar sem að allir eru velkomnir. Í Æfingaskýlinu eru 13 básar með mottum fyrir bæði rétthenta og örvhenta. Hægt er að nálgast boltapeninga (token) í veitingasölunni alla daga vikunnar yfir sumartímann.

Á æfingasvæðinu eru einnig er einnig 18 holu púttflatir, tvær vippflatir, þar af önnur með sandglompu og flöt til að æfa styttri högg.

Boltavélin er opin alla daga vikunnar frá klukkan 08.00 – 22.00 alla daga vikunnar frá 1. maí til 30. september ár hvert. Fyrir mót er hægt að kaupa bolta klukkustund fyrir fyrsta rástíma.

Gjaldskrá:

Boltapeningur kr. 700.− (í hverri körfu eru 48 boltar)

Afsláttarkort eru seld á skrifstofu klúbbsins sem opin er virka daga frá kl. 09.00.

10 körfur − kr. 7.300.− (10% afsláttur)

20 körfur − kr. 12.200.− (20% afsláttur)

30 körfur − kr. 15.700.− (30% afsláttur)

* Innifalið í verðinu er kr. 1.000 leigugjald á boltakortinu sem greiðist aðeins við fyrstu  áfyllingu og fæst endurgreitt þegar kortiniu er skilað.

Æfingakúlur úr kúluvélinni skal eingöngu nota til æfinga á æfingasvæði og púttflöt