Æfingasvæði

Nesklúbburinn hefur yfir mjög fjölbreytilegu æfingasvæði að ráða þar sem að allir eru velkomnir. Í Æfingaskýlinu eru 13 básar með mottum fyrir bæði rétthenta og örvhenta. Hægt er að nálgast boltapeninga (token) í veitingasölunni á milli klukkan 09.00 og 22.00 alla daga vikunnar á sumrin.

Á æfingasvæðinu eru einnig eru tvær 18 holu púttflatir, tvær vippflatir, þar af önnur með sandglompum og flöt til að æfa styttri högg.

Boltavélin er opin alla daga vikunnar frá klukkan 08.00 − 22.00 alla daga vikunnar frá 1. maí til 30. september ár hvert. Fyrir mót opnar er hægt að kaupa bolta klukkustund fyrir fyrsta rástíma.

Gjaldskrá:

Boltapeningur kr. 600.− (í hverri körfu eru 45 boltar)

Einnig er hægt að setja kr. 200.− (í hundraðkrónu mynt) í vélina sem gefur 16 bolta)

Afsláttarkort:

10 körfur − kr. 6.400.−

20 körfur − kr. 10.600.−

30 körfur − kr. 13.600.−

* Innifalið í verðinu er kr. 1.000 leigugjald á boltakortinu sem greiðist aðeins við fyrstu  áfyllingu og fæst endurgreitt þegar kortiniu er skilað.

Veðrið á Nesinu

Lítils háttar rigning
Dags:10.04.2021
Klukkan: 20:00:00
Hiti: 2°C
Vindur: SSV, 5 m/s

Styrktaraðilar NK

Reitir FasteignafélagÍslandsbankiIcelandairOlísIcelandair CargoForvalEccoRadissonNesskip66°NorðurCoca ColaBykoWorld Class

Póstlisti NK

Skráðu þig í póstlista NK til að fá allar nýjustu fréttir klúbbsins.

Getraunanúmer NK


Bikarmót NK

Mótin eru haldin árlega og hefjast með forkeppni sem er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 32 keppendur sem ná bestum árangri keppa um titilinn Bikarmeistari NK.

Meira