Siðareglur Golfklúbbs Ness - NesklúbbsinsKjörorð Nesklúbbsins eru RÉTTSÝNI og TILLITSSEMI.


  • Stjórn klúbbsins, nefndarmenn, starfsmenn, þjálfarar, keppendur og leikmenn skulu sýna agaða og fágaða framkomu öðrum til eftirbreytni þegar þeir koma fram fyrir hönd golfklúbbsins, bæði innan og utan vallar.
  • Golfklúbbsfélagar skulu ætíð hafa í heiðri góða golfsiði um öryggi annarra á vellinum og tillitssemi við þá, sem og að virða leikhraða og ganga um völlinn í samræmi við golfreglur.
  • Keppendur Nesklúbbsins skulu ætið sýna agaða og íþróttamannslega framkomu gagnvart öðrum keppendum, stjórnendum móta og dómurum. Þeir skulu fylgja mótareglum, golfreglum og staðarreglum þar sem þeir keppa.
  • Kylfingar á Nesvellinum skulu sýna dýralífi virðingu, taka tillit til fólks utan vallar og setja það ekki í óþarfa hættu við golfleikinn. Þeir skulu með sama hætti ætíð taka tillit til starfsmanna vallarins og láta þá njóta þess forgangs sem þeir eiga.
  • Kylfingar og gestir vallarins skulu haga sér þannig að það trufli ekki aðra leikmenn. Notkun farsíma er bönnuð á vellinum. Hægt er að fá undanþágu í einstaka tilvikum.
  • Ætlast er til þess að klúbbfélagar sýni fágaða framkomu og stillingu í gleðskap fyrir og eftir leik hvort sem það er í klúbbhúsi eða annars staðar utan vallar. Gestir klúbbhússins skulu sýna starfsmönnum veitingasölunnar virðingu.
  • Golfiðkendur á Nesvellinum skulu vera í golffatnaði sem hæfir íþróttinni og eru keppendum til sóma. Gallabuxur teljast ekki golfklæðnaður.
  • Markmið golfiðkunar er meðal annars að bæta sífellt leikni sína í golfi og þekkingu á reglum íþróttarinnar. Klúbbfélagar skulu taka tillit til og breyta eftir ábendingum dómara, starfsmanna og kjörinna fulltrúa klúbbsins.
  • Það er alvarlegt brot á siðarreglun klúbbsins að vanvirða klúbbinn, starfsmenn eða félaga hans ómálefnalega eða á óviðeigandi hátt á opinberum vettvangi, hvort sem er í fjölmiðlum, eða með öðru birtingarformi.

Nesklúbburinn 27. nóvember 2010.

Næstu mót

Veðrið á Nesinu
Styrktaraðilar NK

EccoNesskipDHLPóstdreifingBykoEimskipOlísRadissonÍslandsbankiSecuritasReitirCoca ColaIcelandairForvalWorld Class

Póstlisti NK

Skráðu þig í póstlista NK til að fá allar nýjustu fréttir klúbbsins.

Getraunanúmer NK


Draumahringurinn

Draumahringurinn er innanfélagsmót Nesklúbbsins þar sem keppt er með Eclectic keppnisfyrirkomulagi. Hér er á ferðinni alveg einstök keppni sem á sér ekki hliðstæðu annarstaðar.

Meira

Bikarmót NK

Mótin eru haldin árlega og hefjast með forkeppni sem er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 32 keppendur sem ná bestum árangri keppa um titilinn Bikarmeistari NK.

Meira