Inniaðstaða á Eiðistorgi

Hin nýja inniaðstaða Nesklúbbsins er staðsett á Eiðistorgi.  Aðstaðan er staðsett á Eiðistorgi, nánar tiltekið uppi  á 3. hæð og er lyftan inni í Hagkaup tekin þangað upp.

Í inniaðstöðunni er:

  • Golfhermir: E6 Trackman golfhermir af bestu og fullkomnustu gerð þar sem hægt að leika marga af frægustu golfvöllum heims í frábærum gæðum.
  • Hægt að slá í net með eða án Flightscope.  Það eru tvö svæði með netum til þess að slá í.  Á báðum svæðunum er Flightscope höggnemi sem gefur kylfingum kost á því að sjá boltaflugið, hversu langt slegið er og gerir það æfingarnar því skemmtilegri. 
  • Pútt- og vippaðstaða .  Það eru tvær púttflatir og er þar hægt að æfa bæði pútt og vipp.
  • Alltaf heitt á könnunni.

Húsreglur:

  • Það skal ávallt vera metnaður allra að ganga vel um inniaðstöðuna.  Göngum frá eftir okkur.
  • Tökum tillit til annarra og göngum hljóðlega um.
  • Allir skulu vera í hreinum skóm.  Ekki má vera á sokkunum eða í útiskóm og golfskór með göddum eru með öllu óheimilir.
  • Neysla matar og drykkja er einungis heimil í setustofu
  • Ganga skal frá golfkúlum í körfur þegar kylfingur hefur lokið við að slá í net.
  • Ganga skal frá golfkúlum í körfur þegar kylfingur hefur lokið við að pútta eða vippa.
  • Ganga skal frá golfkúlum og tíum þegar leik er lokið í golfhermi.
  •  

Golfhermir:

  • Til að panta tíma í golfherminn þarf að fara inn á eftirfarandi slóð og bóka þar tíma: https://teamup.com/ksaf638e6bd68ecfde
  • Hægt er að panta tíma tvær vikur fram í tímann
  • Hægt er að panta að lágmarki 30 mínútur í einu
  • Að leika 18 holur fyrir fjóra tekur ca. 3 klukkstundir
  • Greiða þarf fyrir tímann sem pantaður er með að lágmarki sólahringsfyrirvara.  Ef tíminn er ekki greiddur er hann afbókaður af starfsmönnum og hann opnaður fyrir aðra í bókunarkerfinu.  

Slá í net/Flightscope:

  • Til að slá í net þarf að panta tíma með því að fara inn á eftirfarandi slóð og bóka þar tíma: https://teamup.com/ksaf638e6bd68ecfde
  • Hægt er að bóka að hámarki 30 mínútur í einu.
  • Ekkert gjald er tekið fyrir að slá í net fyrir félagsmenn NK og Seltirninga en ef notast á við Flightscope er gjald tekið skv. gjaldskrá.
  • ATH: það þarf að bóka tíma hvort sem notast á við Flightscope eða ekki.

Pútt- og vippaðstaða:

  • Pútt- og vippaðstaðan er alltaf opin og er ekkert gjald tekið fyrir hana fyrir félagsmenn NK og Seltirninga.
  • Fyrir aðra er gjald tekið skv. gjaldskrá.
  • Til að vippa þarf að nota sérstaka bolta sem eru til staðar í aðstöðunni.  Stranglega bannað er að vippa með venjulegum golfboltum.

ATH: Þegar að golfkennsla er í gangi er aðstaðan takmörkuð en þá er alltaf annað púttgrínið opið og annað svæðið til þess að slá í net.

GJALDSKRÁ:

Golfhermir:

  • 30 mínútur kr. 2.000 fyrir félagsmenn Nesklúbbsins og Seltirninga
  • 30 mínútur kr. 2.500 fyrir aðra en félagsmenn Nesklúbbsins og Seltirninga
  • 10 klukkustunda klippikort kr. 36.000 (10% afsláttur)
  • 20 klukkustunda klippikort kr. 64.000 (15% afsláttur)
  • ATH: klippikort eru eingöngu í boði fyrir félagsmenn Nesklúbbsins og íbúa Seltjarnarness.

Flightscope:

  • 30 mínútur kr. 1.000 fyrir félagsmenn Nesklúbbsins og íbúa Seltjarnarness
  • 30 mínútur kr. 1.500 fyrir aðra en félagsmenn Nesklúbbsins og íbúa Seltjarnarness
  • 10 skipta klippikort ( 10 x 30 mínútur) kr. 9.000 (10% afsláttur)
  • 20 skipta klippikort (20 x 30 mínútur) kr. 17.000 (15% afsláttur)

Fyrir aðra en félagsmenn Nesklúbbsins og íbúa Seltjarnarness

  • Dagpassi kr. 1.000
  • Mánaðarpassi kr. 7.500
  • Vetrarpassi kr. 20.000

Innifalið í dag-, mánaðar- og vetrarpössum er aðgangur að pútt- og vippaðstöðunni og slá í net.  Aðgangur að golfhermi eða Flightscope er ekki innifalinn í ofangreindum verðum.

Klippikort að aðgagnspassar fást á staðnum.

Nánari upplýsingar fást á staðnum eða í síma: 561-1910

 

 

Veðrið á Nesinu

Alskýjað
Dags:20.01.2021
Klukkan: 08:00:00
Hiti: 0°C
Vindur: NA, 8 m/s

Styrktaraðilar NK

RadissonBykoCoca Cola66°NorðurForvalOlísEccoReitir FasteignafélagIcelandair CargoIcelandairWorld ClassNesskipÍslandsbanki

Póstlisti NK

Skráðu þig í póstlista NK til að fá allar nýjustu fréttir klúbbsins.

Getraunanúmer NK


Bikarmót NK

Mótin eru haldin árlega og hefjast með forkeppni sem er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 32 keppendur sem ná bestum árangri keppa um titilinn Bikarmeistari NK.

Meira