Golfleikjanámskeið barna og unglinga

 

Golfleikjanámskeið Nesklúbbsins 2021

Nesklúbburinn býður upp á golfleikjanámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-14 ára, óháð því hvort að þau séu í klúbbnum eða ekki. Markmiðið með námskeiðunum er að hafa gaman á golfvellinum, kenna undirstöðuatriðin í golfleik, helstu golfreglur, framkomu og umgengni á golfvelli.

Magnús Máni Kjærnested hefur yfirumsjón með námskeiðunum. Maggi hefur verið að þjálfa á námskeiðum hjá klúbbnum til fjölda ára og auk þess er hefur hann verið að þjálfa börn og unglinga hjá Nesklúbbnum.  Hann keppir fyrir Nesklúbbinn á mótaröð GSÍ og var í A - sveit Nesklúbbsins í Íslandsmóti Golfklúbba. Maggi stefnir á að hefja PGA - kennara nám næsta vetur.

Æskilegt er að þeir krakkar sem eiga kylfur taki þær með sér og noti á námskeiðunum. Klúbburinn lánar þó kylfur fyrir þá sem ekki eiga án endurgjalds.

Hámarksfjöldi á hvert námskeið eru 25 krakkar.

Námskeið 2021

Námskeið 1. 14-18 júní kl. 09.00 - 12.00 (strákar og stelpur)*
Námskeið 2.  5 - 9 júlí kl. 09.00 - 12.00 (strákar og stelpur)
Námskeið 3.  12-16 júlí kl. 09.00 - 12.00 (strákar og stelpur)
Námskeið 4.  19-22 júlí kl. 09.00 - 12.00 (strákar og stelpur)*
Námskeið 5.  3-6 ágúst kl. 9:00 – 12:00 (strákar og stelpur)*
Námskeið 6.  9-13 ágúst kl. 9:00-12:00 (strákar og stelpur)

Verð á fimm daga námskeiðum er kr. 15.000.- pr. námskeið

*Gjaldið á fjögurra daga námskeiðum kr. 12.000.-

Innifalið í gjaldinu er nestispakki sem inniheldur hvern dag:

Rúnstykki með skinku og osti, svali og ávextir.

Skráning á á golfleikjanámskeið Nesklúbbsins 2021 hefst miðvikudaginn 12. maí kl 9:00 og fer eingöngu fram í gegn um Sportabler.

Tengill: 

 

 

 

 

Veðrið á Nesinu

Skúrir
Dags:06.12.2021
Klukkan: 03:00:00
Hiti: 2°C
Vindur: S, 5 m/s

Styrktaraðilar NK

OlísCoca ColaStefnir66°NorðurEccoNesskipSpa of IcelandBykoWorld ClassIcelandair CargoIcelandair

Póstlisti NK

Skráðu þig í póstlista NK til að fá allar nýjustu fréttir klúbbsins.

Getraunanúmer NK


Bikarmót NK

Mótin eru haldin árlega og hefjast með forkeppni sem er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 32 keppendur sem ná bestum árangri keppa um titilinn Bikarmeistari NK.

Meira