Púttmót

Nesklúbburinn mun standa fyrir skemmtilegum púttmótum fyrir alla félagsmenn á sunnudögum frá janúar og fram í mars. Samtals verða 10 mót og verða veitt verða verðlaun fyrir efsta sætið í karlaflokki og efsta sætið í kvennaflokki hverju sinni ásamt aukaverðlaunum sem verða tilkynnt á heimasíðunni fyrir hvern sunnudag.  Efstu þrjú sætin í hverju móti gefa svo þátttökurétt í Lokamótinu sem verður haldið í framhaldi af síðasta púttmótinu sunnudaginn 15. mars (sjá nánar neðar).

Verðlaunin í hverri viku verða eftirfarandi:

1. sæti: Klukkutími í golfherminum

Reglurnar eru eftirfarandi:

* Heimilt er að leika 2 x 18 holur og er þátttökugjald kr. 500
* Óheimilt er að leika "keppnishringinn" áður en leikur hefst en heimilt verður að hita upp eins og hver og einn vill.
* Hægt er að hefja leik á milli kl. 11.00 og 13.00
* Verði tveir eða fleiri jafnir í efsta sæti telja fyrst seinni 9, svo síðustu 6, þá síðustu 3 og að lokum síðasta holan.  Verði keppendur ennþá jafnir verður varpað hlutkesti. 

Aðrar reglur verða kynntar á staðnum

Lokamótið:

Sunnudaginn 15. mars verður mótið tvískipt.  Annarsvegar hefðbundið púttmót samkvæmt ofangreindu fyrirkomulagi. Að því loknu hefst lokamótið og munu í því hafa þátttökurétt allir þeir sem lent hafa í þremur efstu sætunum í einhverju af púttmótunum.  Þar er ekki verið að tala um efstu þrjú sætin í bæði karla- og kvennaflokki heldur bara efstu þremur sætunum samtals.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin fyrir lokamótið og verða reglur og verðlaun fyrir það mót nánar auglýst síðar.

Veðrið á Nesinu

Alskýjað
Dags:20.01.2021
Klukkan: 08:00:00
Hiti: 0°C
Vindur: NA, 8 m/s

Styrktaraðilar NK

Forval66°NorðurEccoReitir FasteignafélagIcelandair CargoBykoRadissonÍslandsbankiOlísCoca ColaIcelandairNesskipWorld Class

Póstlisti NK

Skráðu þig í póstlista NK til að fá allar nýjustu fréttir klúbbsins.

Getraunanúmer NK


Bikarmót NK

Mótin eru haldin árlega og hefjast með forkeppni sem er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 32 keppendur sem ná bestum árangri keppa um titilinn Bikarmeistari NK.

Meira