Inniaðstaða

Inniæfingaaðstaða Nesklúbbsins er staðsett á 3. hæðinni á Eiðistorgi og ber nafnið Risið. 

Símanúmerið í Risinu er: 561-1910

Í inniaðstöðunni er:

  • Golfhermir: E6 Trackman golfhermir af bestu og fullkomnustu gerð þar sem hægt að leika marga af frægustu golfvöllum heims í frábærum gæðum.
  • Hægt að slá í net með eða án Flightscope höggnema.  Það eru tvö svæði með netum til þess að slá í.  Á báðum svæðunum er Flightscope höggnemi sem gefur kylfingum kost á því að sjá boltaflugið, hversu langt slegið er og gerir það æfingarnar því skemmtilegri. 
  • Pútt- og vippaðstaða .  Það eru tvær púttflatir og er þar hægt að æfa bæði pútt og vipp.
  • Alltaf heitt á könnunni.

Húsreglur:

  • Það skal ávallt vera metnaður allra að ganga vel um inniaðstöðuna.  Göngum frá eftir okkur.
  • Tökum tillit til annarra og göngum hljóðlega um.
  • Allir skulu vera í hreinum skóm.  Ekki má vera á sokkunum eða í útiskóm og golfskór með göddum eru með öllu óheimilir.
    Yfirhafnir skulu hengdar á fataslár (ekki á stólana í setustofunni) 
  • Neysla matar og drykkja er einungis heimil í setustofu
  • Ganga skal frá golfkúlum í körfur þegar kylfingur hefur lokið við að slá í net.
  • Ganga skal frá golfkúlum í körfur þegar kylfingur hefur lokið við að pútta eða vippa.
  • Ganga skal frá golfkúlum og tíum þegar leik er lokið í golfhermi.
Veðrið á Nesinu

Lítils háttar rigning
Dags:10.04.2021
Klukkan: 19:00:00
Hiti: 3°C
Vindur: SV, 3 m/s

Styrktaraðilar NK

World ClassIcelandairIcelandair CargoCoca Cola66°NorðurRadissonEccoNesskipÍslandsbankiReitir FasteignafélagOlísBykoForval

Póstlisti NK

Skráðu þig í póstlista NK til að fá allar nýjustu fréttir klúbbsins.

Getraunanúmer NK


Bikarmót NK

Mótin eru haldin árlega og hefjast með forkeppni sem er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 32 keppendur sem ná bestum árangri keppa um titilinn Bikarmeistari NK.

Meira