Bóka golfhermi Sjá á korti Hringja 561-1910
Æfðu þig í vetur við bestu mögulegu aðstæður!
Nesvellir er einstök æfingaaðstaða sem hefur allt sem kylfingar þurfa til að bæta leik sinn yfir vetrartímann.
- Sex Trackman golfhermar þar sem er hægt að leika marga af bestu völlum heims og stunda fjölbreyttar æfingar í öllum helstu höggunum. Hermarnir eru óvenju rúmgóðir og fyrir þá sem vilja gott næði er hægt að draga tjöld fyrir og vera út af fyrir sig.
- Glæsileg gervigrasflöt fyrir pútt- og vippæfingar.
- Vegleg líkamsræktaraðstaða, með léttum og þungum lóðum, fyrir þá sem vilja efla líkamshreysti samhliða golfæfingunum.
- Fjölbreytt æfingatæki til að þjálfa bæði sveifluna og stutta spilið.
Húsreglur:
- Það skal ávallt vera metnaður allra að ganga vel um inniaðstöðuna. Göngum frá eftir okkur að notkun lokinni.
- Tökum tillit til annarra og göngum hljóðlega um.
- Allir skulu vera í hreinum skóm. Ekki má vera á skítugum útiskóm og golfskór með göddum eru með öllu óheimilir.
- Notum aðeins nýlegar og hreinar golfkúlur án áprentaðra auglýsinga í golfhermunum.
Hægt er að bóka tíma í golfhermana á https://boka.nkgolf.is eða með því að hringja í síma 561-1910.
Hægt er að afbóka tíma með 12 klukkustunda fyrirvara, sé það ekki gert verður rukkað fyrir tímann.
Það verður mikið um að vera í inniaðstöðunni á Nesvöllum í vetur og enn er hægt að tryggja sér fastan tíma fyrir veturinn. Til þess að bóka fastan tíma er best að senda tölvupóst á nesvellir@nkgolf.is en einnig er hægt að hringja í síma 561-1910.
Nánari upplýsingar fást á staðnum eða í síma: 561-1910.
