Golfnámskeið á nýju ári

Golfnámskeið á nýju ári

Uppúr miðjum janúar fara af stað 10 vikna (1 x í viku) námskeið í Risinu á Eiðistorgi. Námskeiðin eru bæði hugsuð fyrir styttra komna og einnig fyrir vanari kylfinga. Hver æfingatími er ein klukkustund og eru tímarnir að mestu byggðir upp á stöðvaþjálfun. Markmið námskeiðanna er að vinna í öllum þáttum golfleiksins bæði í Trackman golfhermum og á æfingaflötinni í Risinu. Steinn Baugur Gunnarsson golfkennari mun sjá um þjálfunina. Námskeiðin eru frábært tækifæri til þess að undirbúa sig fyrir nýtt golftímabil með því að vinna í sveiflunni og skerpa á stutta spilinu á nýju ári . 

Golfnámskeið fyrir heldri kylfinga líkt og þau sem hafa verið í gangi í  haust verða áfram í boði fyrir hádegi virka daga frá kl 9-10 mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.

Einnig verða almenn námskeið í boði á laugardögum frá kl 10-11 og frá 11-12

Þáttökugjald á 10 vikna námskeið 1 x í viku er 40.000kr

Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráningu veitir Steinn golfkennari á netfanginu steinngunnars@gmail.com eða í síma 823-7606

Næstu mót

Veðrið á Nesinu

Alskýjað
Dags:21.02.2020
Klukkan: 21:00:00
Hiti: 1°C
Vindur: NA, 7 m/s

Styrktaraðilar NK

Coca ColaIcelandairIcelandair CargoBykoEccoReitir FasteignafélagForvalRadissonOlísSecuritasWorld Class66°NorðurEimskipNesskipÍslandsbanki

Póstlisti NK

Skráðu þig í póstlista NK til að fá allar nýjustu fréttir klúbbsins.

Getraunanúmer NK


Draumahringurinn

Draumahringurinn er innanfélagsmót Nesklúbbsins þar sem keppt er með Eclectic keppnisfyrirkomulagi. Hér er á ferðinni alveg einstök keppni sem á sér ekki hliðstæðu annarstaðar.

Meira

Bikarmót NK

Mótin eru haldin árlega og hefjast með forkeppni sem er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 32 keppendur sem ná bestum árangri keppa um titilinn Bikarmeistari NK.

Meira