Byrjendanámskeið

Í maí verður boðið uppá námskeið fyrir byrjendur og þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í íþróttinni.

Námskeiðið er samtals 10 klukkustundir og verður kennt á 5 dögum, 2 klukkustundir í senn. Kennt verður á eftirfarandi dögum: Þriðjudagur 8. maí kl. 19-21 - Fimmtudagur 10. maí kl. 19-21 - Þriðjudagur 15. maí kl. 19-21 - fimmtudagur 24. maí kl. 19-21 - fimmtudagur 31. maí 19-21.

Námskeiðið fer fram á æfingasvæði Nesklúbbsins.

Kennarar: Nökkvi Gunnarsson og Steinn Baugur Gunnarsson

Fjöldi nemenda er takmarkaður við 12.

Á námskeiðinu verður farið yfir pútt, vipp, pitch, glompuhögg, sveifluna, helstu golfreglur, siðareglur og leikskipulag.

Markmið: Að nemendur læri helstu grunnatriði íþróttarinnar ásamt grunnatriðum í golfreglum og siðareglum. Að námskeiði loknu ættu nemendur að vera tilbúnir til að fara út á völl og spila.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er kennslugjald og æfingaboltar. 

Verð: 19.000.- kr.

Skráning með tölvupósti á netfangið nokkvi@nkgolf.is

 

Veðrið á Nesinu

Heiðskírt
Dags:24.10.2020
Klukkan: 00:00:00
Hiti: 3°C
Vindur: A, 5 m/s

Styrktaraðilar NK

ForvalOlísIcelandair66°NorðurReitir FasteignafélagEccoIcelandair CargoRadissonNesskipBykoWorld ClassÍslandsbankiCoca Cola

Póstlisti NK

Skráðu þig í póstlista NK til að fá allar nýjustu fréttir klúbbsins.

Getraunanúmer NK


Bikarmót NK

Mótin eru haldin árlega og hefjast með forkeppni sem er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Þeir 32 keppendur sem ná bestum árangri keppa um titilinn Bikarmeistari NK.

Meira